Orðhengilsháttur er fremur leiðinlegt fyrirbæri, ekki síst í pólitík.
Jóhanna Sigurðardóttir áréttar nú að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB sé bindandi. Það þýðir einfaldlega að farið verður eftir niðurstöðu hennar.
Það er brugðist við og sagt að atkvæðagreiðslan sé ekki bindandi – vegna þess að ekki séu ákvæði um hana í lögum eða stjórnarskrá.
En dettur einhverjum í hug í alvörunni – og þá undanskil ég þá sem eru að reka áróður – að ekki verði farið að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildina?
Að reynt yrði að þröngva okkur þarna inn þrátt fyrir að þjóðin segði nei?
Það er algjörlega fráleitt rugl.