fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Orðhengilsháttur

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júlí 2012 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðhengilsháttur er fremur leiðinlegt fyrirbæri, ekki síst í pólitík.

Jóhanna Sigurðardóttir áréttar nú að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB sé bindandi. Það þýðir einfaldlega að farið verður eftir niðurstöðu hennar.

Það er brugðist við og sagt að atkvæðagreiðslan sé ekki bindandi – vegna þess að ekki séu ákvæði um hana í lögum eða stjórnarskrá.

En dettur einhverjum í hug í alvörunni – og þá undanskil ég þá sem eru að reka áróður – að ekki verði farið að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildina?

Að reynt yrði að þröngva okkur þarna inn þrátt fyrir að þjóðin segði nei?

Það er algjörlega fráleitt rugl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?