Getur verið að léleg kjörsókn hafi tiltölulega einfaldar skýringar?
Að frambjóðendurnir séu ekki sérlega spennandi?
Að kjósendur skilji að forsetakosningar hafa mátulega mikla þýðingu?
Og að nú er hásumar og mikil ferðahelgi?
Það er í raun algjör tímaskekkja að hafa kosningar á þessum tíma – eins og kveðið er um í sjálfri stjórnarskránni.
Engum myndi detta í hug að efna til alþingiskosninga um mánaðarmót júní/júlí.