Der Spiegel birtir forsíðugrein um afleiðingar hruns evrunnar – og það verður að segjast eins og er að þetta eru ekki bjartar horfur. Meðal annars má í sjá í greininni þessa skýringamynd þar sem áhrifum evruhrunsins á einstök ríki er lýst. Þið getið smellt á myndina til að stækka hana:
Hér er svo merkilegt viðtal, líka úr Der Spiegel, við ofurfrjárfestinn og bókahöfundinn George Soros þar sem hann segir að Þýskaland verði að breyta afstöðu sinni til evrukreppunnar – annars sé hætta á að önnur lönd innan Evrópusambandsins fari að næra haturshug til Þýskalands. Haldi skuldabyrðin áfram að vera svo dýrkeypt verði litið á Þýskalands sem drottnunarvald í Evrópu. Löndin á suðurjaðri Evrópu muni kannski ná að hanga inni í evrunni, en þau munu ekki hafa burði til hagvaxtar eða bættra kjara. Þýskaland hafi heldur ekki tapað að marki á evrukreppunni enn – framlag þess sé aðallega í formi lána – en hættan sé að þau lán verði ekki endurgreidd ef ástandið versnar enn. Soros leggur til leiðir til að vinna bug á skuldakreppunni, meðal annars einhvers konar Marshall-aðstoð.
En hann segir að tíminn sé mjög naumur.