Fótboltinn fór upp á kirkjuþak í fyrradag þannig að Kári og vinir hans þurfa að spila fótbolta með tómri plastflösku. Það ætlar einhver í málið – að ná í boltann það er að segja – en það er óvíst hver og nákvæmlega hvenær, en það mun gerast. Í millitíðinni verður flaskan að duga.
Við kíktum á þá í gærkvöldi og spurðum hvort þetta væri að ganga. Kári sagði: „Þetta er náttúrulega hámark grísku kreppunnar – að spila fótbolta með tómri plastflösku“.