Það eru skrítnar fréttir af Íslandsvininum Julian Assange. Það hefur ýmislegt breyst síðan maður sá hann reglulega á gangi í Bankastrætinu eða í heitu pottunum í laugunum.
Assange hefur nú leitað pólitísks hælis í Ekvador og er sagt að hann dvelji í sendiráði Ekvadors í Lundúnum.
Honum hefur ekki tekist að verjast því að vera framseldur til Svíþjóðar en þar er hann ákærður fyrir kynferðisbrot.
Assange heldur því fram að Svíar muni framselja hann til Bandaríkjanna og þar verði hann dreginn fyrr dóm vegna njósna.
En er það í alvörunni líklegt?