fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Fyrst kvenna til að kjósa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júní 2012 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhelmina Lever á Akureyri mun hafa verið fyrst íslenskra kvenna til að kjósa í almennum kosningum. Það var í kosningu til sveitarstjórnar 1863.

Kosningaréttur var ekki einungis bundinn kynferði, heldur líka eignastöðu. Þeir máttu kjósa sem greiddu meira en ákveðna upphæð í útsvar, í kosningalögunum sem voru á dönsku stóð að allir „fullmyndugir“ menn hefðu kosningarétt og því gat Vilhelmina borið fyrir sig. Hún var eignakona og rak veitingasölu þar sem nú heitir Nonnahús. Var fráskilin og átti son. Vinnumenn máttu ekki kjósa, þótt karlar væru.

Ljósmynd er til af Vilhelminu Lever og er varðveitt á Minjasafni Akureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“