fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Bill O´Reilly og metnaður Íslendinga

Egill Helgason
Sunnudaginn 17. júní 2012 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau eru athyglisverð ummæli bandaríska sjónvarpsmannsins Bills O´Reilly að þeir Íslendingar sem eru metnaðargjarnir fari burt. O´Reilly er hefur reyndar þá lífsskoðun að lífið sé barátta þar sem þeir sem minna mega sín megi éta skít.

En þetta með Íslendinga og metnaðinn er byggt á furðulegri ranghugmynd. O´Reilly er reyndar kreddumaður og hann sér það sem hann vill sjá, það sem staðfestir fyrirfram mótaðar skoðanir hans. Mér er líka tjáð að hann hafi aðallega haldið sig á stað sem nefnist Enski barinn í miðbæ Reykjavíkur, það er spurning hvaða upplýsingar maður fær þar í bjórþokunni.

Ég held að nánast hvergi í heiminum sé að finna þrjú hundruð þúsund manna hóp sem hefur jafn mikinn metnað og Íslendingar. Og ég hefði gaman af því að koma í þrjú hundruð þúsund manna bandaríska borg sem hefði brot af metnaði Íslendinga.

Við streitumst við að halda úti velferðarkerfi, heilbrigðisþjónustu sem er með því besta sem þekkist í heiminum, vegakerfi sem nær hringinn í kringum landið, við gröfum göng, við höldum úti sinfóníuhljómsveit, óperu, listasöfnum, tónlistarmenntun, mörgum háskólum, við gefum út mörg blöð, erum framarlega í notkun internetsins, höfum fjölda sjónvarpsstöðva, við gefum út mörg hundruð bækur á ári á okkar eigin örtungumáli. Teljum samt að bækurnar okkar geti keppt á hvaða vettvangi sem er. Sumir myndu jafnvel segja að við streitumst við að gera of mikið sjálf miðað við stærð þjóðarinnar.

Þetta er ekki allt jafn gott eða fullkomið, en það er forvitnilegt að bera þetta saman við til að mynda Lúxemborg, svo við tökum dæmi frá Evrópu. Þar eru ívið fleiri íbúar en á Íslandi, þeir eru vel efnum búnir, en þar er eiginlega ekki neitt – einn háskóli sem var stofnaður 2003 og varla neinar menningarstofnanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni