fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Sukk í Sparisjóði Keflavíkur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. júní 2012 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru liðin hátt í fjögur ár frá hruni – og það er farið að fenna yfir ýmislegt.

Eitt af því sem maður var farinn að gleyma eru hinar skelfilegu lýsingar á því hvernig Sparisjóði Keflavíkur var stjórnað.

Ríkisútvarpið rifjaði þetta upp í gærkvöldi – og maður spyr sig: Hvers vegna í ósköpunum er ekki löngu búið að efna til lögreglurannsóknar á þessari starfsemi?

„Fréttastofa RÚV sagði í kvöld frá kolsvartri skýrslu Price Waterhouse Coopers, sem unnin var um starfshætti Sparisjóðsins í Keflavík að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt henni stóð ekki steinn yfir steini í starfsemi sjóðsins. Sparisjóðsstjórinn var nær einráður og stjórn og lánanefnd sjóðsins nánast upp á punt. Stjórinn samþykkti háar lánveitingar sem hafði verið hafnað í lánanefnd og breytti skilmálum lána sem hann hafði ekki heimild til.

Stjórnarmenn og starfsmenn fengu háar lánveitingar án trygginga og haldbærra veða, og börn sparisjóðsstjórans sömuleiðis. Vegna vinnubragðanna afskrifaði sjóðurinn ríflega sjö milljarða króna síðustu tvö árin fyrir fall hans og færði niður útlán fyrir röska átján milljarða króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti