fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Að rétta yfir stjórnmálamönnum

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. júní 2012 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mátti svo sem búast við því að landsdómi væri veifað í tíma og ótíma eftir réttarhöldin yfir Geir Haarde.

Sú málsmeðferð öll sýndi að það er afar vandasamt að draga stjórnmálamenn fyrir dóm vegna aðgerðaleysis eða lélegra ákvarðana – þar sem er vandséð að glæpsamlegur ásetningur búi að baki.

Niðurstaðan úr dómsmálinu gegn Geir var hérumbil núll – rétt eins og það myndi ekki hafa neitt upp á sig að draga Steingrím J. fyrir dóm út af Icesave eða Sparisjóði Keflavíkur. Landsdómi er veifað eins og refsivendi í pólitískri baráttu þessa dagana. Það er varla von á öðru, réttarhaldið yfir Geir gaf tóninn.

Í raun er bara eitt mál í seinni tíð sem er þannig vaxið að hugsanlegt hefði verið að draga ráðamenn fyrir dómstóla. Það er einkavæðing bankanna til vildarvina og klíkubræðra. Þar brugðust þeir illa sem áttu að fara með eignir almennings – það þarf varla að spyrja um ásetninginn. Nú eru hins vegar liðin tíu ár frá þessu – og það er býsna seint í rassinn gripið að setja upp rannsóknarnefnd vegna þessa eins og sumir þingmenn vilja gera.

Í þessu framhaldi má benda á viðtal úr Silfri Egils frá því í maí – viðmælandinn er Bernard Manin, prófessor við New York háskóla, sem ræðir um vandann við að halda réttarhöld yfir stjórnmálamönnum í lýðræðisríki.

Viðtalið má sjá með því að smella hérna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?