Ég ætla að játa að ég er einn þeirra Íslendinga sem hafa alltaf haft rangt fyrir sér í forsetakosningum, þ.e. ég hef kosið einhvern annan en þann sem varð fyrir kjöri.
Það er dálítið skrítið að heyra að hér áður fyrr hafi verið ógurleg eindrægni um embættið.
Tölur segja í raun aðra sögu.
Í kosningunum 1980 fékk Vigdís Finnbogadóttir ekki nema 33,8 prósent atkvæða, þau voru 44.611 talsins.
Í kosningunum 1996 fékk Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 atkvæði eða 41,4 prósent.
Forsetarnir unnu vissulega nokkuð á eftir að þeir voru kosnir, en meiri var nú stuðningurinn ekki í sjálfum kosningunum.