fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Þversögn

Egill Helgason
Mánudaginn 4. júní 2012 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið að ferðast í Kanada undanfarnar vikur og ég heyri ýmislegt merkilegt, til dæmis er hér mikil umræða um það sem nefnist Dutch disease – þetta er hagfræðilegt hugtak og er notað þegar gjaldmiðill verður of sterkur vegna þess að ein auðlind – í þessu tilfelli olía – verður ráðandi. Aðrir hlutar hagkerfisins líða svo fyrir þetta. Mér sýnist þetta vera nokkuð mikilvægt þegar rætt er um upptöku Kanadadollars á Íslandi.

Hitt er hvernig talað er um Ísland.

Þegar maður fór til útlanda árið eftir hrun var náttúrlega sífellt verið að spyrja mann út í atburðina – hvort ástandið væri ekki beinlínis hroðalegt, sveltandi fólk og svoleiðis.

Ári síðar var eldgosið í Eyjafjallajökli búið að taka yfir – þá höfðu næstum allir heyrt um gosið og sumir höfðu jafnvel verið strandaglópar vegna þeirra. Hrunið var næstum gleymt – eldgosið þótti spennandi og það var yfirleitt talað um það á nokkuð gamansömum nótum.

Nú í ár er annað uppi á teningnum.

Það er sífellt verið að spyrja mann um þetta land sem á undraverðan hátt sigraðist á efnahagshruni, þar sem horfur eru bjartar, meðan mörg önnur lönd eru í tómu tjóni. Þetta er það sem fólk er að sjá í fjölmiðlum erlendis.

Maður reynir að skýra út að þetta sé ekki alveg svona einfalt, að mikil óánægja sé á Íslandi og að ríkisstjórnin sem nú situr sé eiginlega jafn óvinsæl og sú sem ríkti þegar allt hrundi.

En það er eins og fólk skilji það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi