Skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem Ólafur Ragnar er kominn með hraustlegt forskot á Þóru Arnórsdóttur vekur athygli, hún stangast nokkuð á við kannanir sem hafa verið gerðar að undanförnu.
Þetta hlýtur að leiða til þess að menn skoði betur aðferðafræðina bak við skoðanakannanir – það er eiginlega skylda fjölmiðla að skýra þær betur út þegar svona ber undir.
Skoðanakönnun Fréttablaðsins er úthringikönnun, það er hringt þar til náð er í 800 manns.
Aðrar kannanir sem hafa verið að birtast undanfarið eru netkannanir, ef ég skil rétt. Þá eru svarendur hópur sem kallast netpanell. Hins vegar hefur skort upplýsingar um hvernig þessar kannanir eru framkvæmdar.