Það er ljóst að reynt var að blása upp bólu í kringum markaðsvirðið á Facebook.
Þetta mistókst hrapallega – kaupendur hlutabréfa eru varir um sig. Þeir eru kannski ekki alveg búnir að gleyma tveimur sprungnum bólum á síðasta áratug.
Það var meira að segja farið að reikna út gróða eigenda Facebook miðað við væntingarnar sem blásnar voru upp. Þannig var sagt að írski tónlistarmaðurinn Bono myndi græða sem nemur 180 milljörðum króna á hlutabréfaútboðinu.
Í staðinn hefur verðið á Facebook verið í frjálsu falli – sem er í raun frekar hughreystandi.