Það er spurning hvort endanlegur sannleikur um íslenska hrunið sé ekki sagður í teiknimyndasögunni Calvin and Hobbes sem birtist í gær.
Þar er stefnt fram af hamrabrún í einhvers konar sæluvímu og sagt:
„Lykillinn að hamingjunni eru heimskulegir eiginhagsmunir.“
Og svo:
„Passaðu þig, við ætlum ekki að læra neitt af þessu!“