Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR eru Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir næstum jöfn að fylgi, Þóra hefur ívið meira eða 43,4 prósent, Ólafur 41,3 prósent.. Ari Trausti Guðmundsson er með 8,9 prósent, en aðrir frambjóðendur hafa minna.
Það er merkilegt að skoða muninn sem er milli fylgjenda stjórnmálaflokka.
Þannig segjast 62 prósent þeirra sem kjósa Sjálfstæðsflokkinn ætla að kjósa Ólaf, en 24 prósent Þóru.
Hjá Samfylkingunni lítur þetta öðruvísi út, þar ætla 73 prósent að kjósa Þóru, en 18 prósent Ólaf.
Mynstrið er svo svipað hjá þeim sem eru fylgjandi ríkisstjórninni, þar ætla 68 prósent að kjósa Þóru, en aðeins 15 prósent Ólaf.