fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Að taka afstöðu eftir málefnum

Egill Helgason
Mánudaginn 14. maí 2012 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfingin starfar nokkuð öðruvísi en aðrir flokkar í þinginu – þ.e. að hún virðist taka afstöðu eftir málefnum en ekki eftir því hvoru megin á vellinum liðinu er stillt upp.

Þannig hefur Hreyfingin verið samstíga ríkisstjórninni í stjórnarskrármálinu, en á móti henni í Icesave, í því hvernig er tekið á skuldamálum heimilanna og nú í fiskveiðistjórnunarmálinu.

Það er spurning hvort pólitíkin væri ekki betri ef fleiri flokkar störfuðu svona – hún virðist alltof mikið snúast að vera á móti öllu sem kemur frá andstæðingunum.

Hreyfingin sætir ámæli fyrir að vera fjórða hjólið undir vagninum hjá ríkisstjórninni. Það verður ekki séð að svo sé – jafnvel þótt hún styðji sum mál sem koma úr herbúðum stjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“