fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Forsetakosningarnar og dreifing fylgisins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. maí 2012 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru nánast viðtekin sannindi af eftir því sem fleiri frambjóðendur byðu sig fram í forsetakosningum, þeim mun tryggara væri endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar.

Nú virðist þetta ekki endilega vera rétt.

Þarna eru nefnilega líka frambjóðendur sem geta höggvið skörð í raðir fylgismanna Ólafs Ragnars – bæði Andrea Ólafsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson virðast líkleg til þess.

Þóra Arnórsdóttir sækir fylgi sitt, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, að talsverðu leyti til þeirra sem eru hlynntir núverandi stjórnarflokkum. Enn hefur ekki komið fram frambjóðandi sem er að bítast við hana um þetta fylgi.

Ef Stefán Jón Hafstein færi til dæmis í framboð, eins og hann var að hugleiða, þá fyrst gæti þetta fylgi farið að tvístrast.

Annars hefur verið gantast með það að í þessum kosningum sé það Þóra sem er „fulltrúi kerfisins“ meðan Ólafur Ragnar – sem hefur verið forseti í 16 ár – sé fulltrúi einhvers konar andófsafla.

Þetta er tæplega svona einfalt, alls ekki, en þetta sýnir hvað forsetaembættið er á sérstöku róli í höndum ólíkindatólsins Ólafs Ragnars. Það er allavega ljóst að meðal stjórnmálamanna á hann fáa vini eða stuðningsmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“