Jafn grímulaust pólítískt blað og Morgunblaðið hefur varla verið starfandi á Íslandi frá því löngu fyrir dauða flokksblaðanna. Meira að segja þau voru löngu hætt að uppnefna andstæðinga sína eins og Morgunblaðið gerir við þá sem ritstjórnin hefur ekki velþóknun á.
Síðasta laugardagsblað var næsta einstakt í blaðamennsku seinni tíma, en þar var megninu af plássinu varið í að reyna að vekja samúð með Geir Haarde eða til að skammast út í meinta og raunverulega andstæðinga hans.
Nú hefur blaðið líka kastað grímunni varðandi forsetakosningarnar, því í hinum nafnlausu Staksteinum segir að einn frambjóðandinn – væntanlega Þóra Arnórsdóttir – sé innan úr söfnuði Samfylkingar-, ESB- og Icesave-sinna.