Svo gæti farið að Manchester City verði bannað að kaupa leikmenn í sumar og í janúar.
Um var að ræða gríðarlegt áfall fyrir Pep Guardiola sem vill styrkja meistara, City í sumar.
Málið snýst um Benjamin Garre ungan leikmann frá Argentínu en fullyrt er að City hafi ekki farið eftir lögum og reglum.
City gekk frá samningi við Garre nokkrum dögum eftir að hann varð 16 ára gamall en félag hans í Argentínu segir félagið hafa farið ólöglega að.
Íþróttadómstóll mun kveða upp dóm sinn á næstu sjö dögum og þar gæti City fengið bann varðandi leikmannakaup.