fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni og augnablikið

Egill Helgason
Laugardaginn 13. apríl 2013 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Friðriksson, sem hefur starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins síðan formaður flokksins var barn og er eiginmaður Elínar Hirst, hefur ákveðið að láta af embætti sem formaður kosningastjórnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta gerist í kjölfar hinnar misheppnuðu tilraunar til að koma Bjarna úr formannsembættinu.

Friðrik er í stuttu viðtali um þetta á fréttavefnum Vísi, og er það auðvitað áhugavert. Haft er eftir honum að enginn sérstakur ágreiningur sé milli hans og Bjarna og –

„…mér finnst það ánægjulegt að Bjarna hafi tekist að ná smá augnabliki í kringum flokkinn.“

Þetta skilst því miður ekki alveg, hvað vildi Friðrik segja?

Ætlaði blaðamaður kannski að passa upp á íslenskuna og þýddi orðið „momentum“ sem „augnablik“?

Og svo er náttúrlega spurningin hvernig þetta fer – mun fylgi Sjálfstæðisflokksins aukast eftir vígaferli helgarinnar? Yfirleitt eru innanflokksátök ekki til þess fallin að gera stjórnmálaflokka vinsæla, en kannski hefur spilast þannig úr verði „augnarblik“ sem hrífi einhverja kjósendur með?

Það allavega kom heil helgi að ekki var talað um Framsóknarflokkinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks