fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Söguleg ljósmynd – með skírskotun til nútimans

Egill Helgason
Laugardaginn 13. apríl 2013 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson dró upp þessa gömlu mynd og setti á Facebook. Hún er tekin af einum snjallasta blaðaljósmyndara þjóðarinnar, Gunnari V. Andréssyni.

Sviðið er landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1981. Þá hafði Gunnar Thoroddsen, þáverandi varaformaður,  klofið Sjálfstæðisflokkinn og myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Pálmi Jónsson sem stendur og klappar ekki við hlið hans var líka í ríkisstjórninni. En Gunnar og Vala Thoroddsen sitja sem fastast.

Geir Hallgrímsson, formaður flokksins, er að halda ræðu þar sem hnum lá mjög þungt orð til Gunnars.

Gunnar ljósmyndari var svo snjall að taka ekki mynd af Geir á sviðinu, heldur af viðbrögðum Gunnars. Þar var aðalfréttin.

Og þótt landsfundarfulltrúar stæðu upp fyrir Geir og klöppuðu var það skammgóður vermir – hann hafði engin tök á flokknum á þessum tíma.

533720_586773984674437_1177277374_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“