Þá er fundin þriðja vefsíðan þar sem frambjóðendur Pírata fara algjörlega á skjön við femínisma og það sem femínistum er heilagt.
Nú er það frambjóðandinn sem er í efsta sæti í Reykjavík norður, áður var það frambjóðandinn sem er í efsta sæti í Reykjavíku suður, þetta er semsagt ekki bara bundið við þann sem er í níunda sæti í Norðausturkjördæmi og Píratar segja sjálfir að eigi að strika út.
Netið gleymir ekki – það er netið sem Píratar segja að við eigum alltaf að vera á. Það er reyndar vaxandi hreyfing fyrir því að fólk eigi að geta að einhverju leyti þurrkað út spor sín á internetinu. Meira að segja afbrot og skuldir fyrnast.
En fyrir Pírata fer þetta að vera dálítið erfitt. Ekki að frambjóðendurnir megi ekki hafa sínar skoðanir á femínisma – en líklega gæti þetta að miklu leyti stöðvað fylgisflóttann sem var merkjanlegur frá Vinstri grænum til Píratanna – og jafnvel snúið fylginu aftur við.
Nú er það efsti maður Pírata í Reykjavík Norður sem er í vandræðum vegna ummæla um femínisma.