fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Bjarni fékk samúð – og Hanna Birna fór að líta út eins og plottari

Egill Helgason
Föstudaginn 12. apríl 2013 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítið hvernig hlutir þróast í pólitík. Einn leikur getur haft þær afleiðingar að allt færist upp á næsta borð – svo notuð sé líking úr tölvuleikjum.

Og skyndilega geta hlutirnir litið allt öðruvísi út.

Í gærkvöldi og morgun virtist nánast einboðið að Bjarni Benediktsson myndi segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Manni fannst varla að yrði aftur snúið eftir viðtalið í Sjónvarpinu í gær.

Hanna Birna Kristjánsdóttir myndi taka við strax á morgun eða hinn.

En svo fór af stað atburðarás þar sem Hanna Birna fór að líta út eins og hún væri miðpunkturinn í samsæri. Hún segist ekki bera ábyrgð á atburðarásinni, en hún á stuðningsmenn sem eru vissulega á kafi í plottinu.

Þetta hefur verið skrítinn dagur fyrir Bjarna. Hann hefur fengið stuðningsyfirlýsingar úr ýmsum áttum, meðal annars frá SUS, en kannski ekki svo mikið frá frambjóðendum sem vonast eftir þingsætum. Elín Hirst sendi honum nokkuð þungt skeyti á Beinni línu DV;

„Mér finnst alvarlegt ef Sjálfstæðismenn vilja ekki kjósa flokkinn út af honum, og vegna meintra tengsla hann við hrunið. Í Sjónvarpinu í gær svaraði hann því hreinskilnislega að hann væri mjög hugsi yfir stöðunni. Það myndi ég líka vera í hans sporum.“

Karl Th. Birgisson hefur ýmislegt til síns máls í lýsingu á atburðum hér á Eyjunni. Þetta er mjög í anda þess sem maður hefur heyrt frá sjálfstæðismönnum í dag.

En í dag varð þetta allt mjög persónulegt. Bjarni fékk samúð, það var líkt og almenningsálitið snerist á sveif með honum, þótt ekki væri nema um stundarsakir.  – Hanna Birna lenti í vörn og lýsti loks yfir stuðningi við hann sem formann. Leikurinn kann að hafa færst á annað borð, en eftir stendur þó að fylgið er í botni – fátt bendir til að það hafi breyst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“