fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Margir þingmenn í hættu – margt nýtt fólk á leiðinni á þing (sem átti ekki endilega von á því)

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. apríl 2013 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 fer í talnaleik með kannanir MMR og útdeilir þingsætum eftir þeim. Auðvitað er þetta hálfgerður samkvæmisleikur, en þetta gefur sterkar vísbendingar.

Til dæmis um að mikil skörð verða líklega höggvin í þinglið Samfylkingarinnar. Þar eru flestir sitjandi þingmenn áfram í framboði, og þeir mega margir búast við því að þurfa að leita sér að annarri vinnu.

Samkvæmt þessum útreikningum eru Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir, Björgvin G. Sigurðarson, Valgerður Bjarnadóttir, Mörður Árnason, Skúli Helgason og Magnús Orri Schram ekki lengur á þingi. Erna Indriðadóttir, sem náði öðru sæti í prófkjöri í Norðausturkjördæmi, er heldur ekki inni. Mörg þessi þingsæti þóttu nokkuð trygg.

Hjá Vinstri grænum eru ekki inni Ögmundur Jónasson og Álfheiður Ingadóttir. Arndís Soffía Sigurðardóttir sem leiðir listann í Suðurkjördæmi og hefur stundum setið á þingi nær heldur ekki inn.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum, svo ekki er um það að ræða hjá flokknum að tapa mönnum, nema hvað Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki inni í Reykjavíkurkjördæmi suður og vonarstjörnur eins og Sigríður Á. Andersen, Elín Hirst og Óli Björn Kárason komast ekki að.

Á móti bætir Framsókn við sig stórum hópi þingmanna, það eru eftirtaldir: Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna M. Sigmundsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Einarsson, Fjóla Hrund Björnsdóttir, Sandra Rán Ásgrímsdóttir,  Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson, Sigurjón Norberg Kjærnested, Sigrún Magnúsdóttir, Karl Garðarson.

Björt framtíð kemur eftirfarandi þingmönnum að ásamt Guðmundi Steingrímssyni og Róberti Marshall sem eru fyrir á þingi: Árni Múli Jónsson, Freyja Haraldsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Óttarr Proppé.

Og Píratarnir: Aðalheiður Ámundadóttir, Smári Mc Carthy, Helgi Hrafn Gunnarsson – og svo Birgitta Jónsdóttir.

En eins og áður segir þá þarf að setja stóran fyrirvara við þetta – svona gæti þetta farið, en það gæti hæglega verið öðruvísi. En margir eru á leiðinni á þing sem áttu ekki endilega von á því, margir þingmenn eru í hættu að detta út, og svo eru sumir sem náðu sér í góð sæti á listum, sem jafnvel voru talin örugg, sem gætu þurft að sætta sig við komast ekki á þing.

Fylgissveiflurnar eru mjög stórar, í Speglinum á RÚV var talað um hamfarakosningar. Þetta sýnir kannski best hvað hriktir í flokkakerfinu íslenska eftir hrunið. Stórir hópar fara á milli flokka; fylgið er að sönnu ekki fast í hendi. Það gæti eins þyrlast burt frá Framsóknarflokknum á næsta kjörtímabili, þess vegna áður en langt er liðið af því.

images-2

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig

Ný könnun: Samfylkingin stærst og Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“