fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Píratar rjúfa múrinn – með stefnu sem er lítið til umræðu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. apríl 2013 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stór áfangi fyrir nýtt stjórnmálaframboð að rjúfa fimm prósenta múrinn – komast yfir hindrunina sem er í vegi þess að fá menn inn á Alþingi. Og eftir að komið er yfir hana, þá geta þingmennirnir orðið tveir eða fleiri.

Píratar eru nú í þessari stöðu. Þetta gefur þeim mikinn byr í seglin – þeir verða betur „kjósanlegir“ fyrir vikið.

Bent er á að það gæti skekkt kannanir að fólk sem er komið undir sjötugt og þar yfir er ekki spurt. Þetta eru þeir sem eru hvað síst líklegir til að kjósa Píratana.

En um leið og Píratar eru að komast á svipað ról hvað varðar fylgi og VG og Björt framtíð, fer ekki hjá því að nánar verði spurt um stefnumál þeirra.

Því Píratar eru ekki bara Birgitta Jónsdóttir. Talsvert af fylginu getur skrifast á persónulegar vinsældir hennar.

En þetta er alþjóðleg hreyfing sem byrjaði í Svíþjóð 2006 – þá snerist hún um baráttu gegn takmörkunum á niðurhali af netinu.

Síðar hafa Pírataflokkar fylgt í einum fjörutíu löndum. Þeir hafa víða boðið fram en ekki náð sérstökum árangri nema í Evrópuþingskosningum í Svíþjóð 2009 þar sem flokkurinn fékk rúm 7,1 prósent og í bæjarstjórnarkosningum í Berlín 2010, en þar fékk flokkurinn 8,9 prósent.

Annars hefur flokkurinn yfirleitt verið undir einu prósenti í þingkosningum þar sem hann hefur boðið fram, eins og sjá má á þessari Wikipedia-síðu. Ef honum tekst að ná mönnum á þing á Íslandi verður það einhver stærsti sigur þessarar hreyfingar.

Það er líka merkilegt að stefnumál Pírata eru sáralítið til umræðu fyrir kosningarnar. Að því leyti blanda þeir sér varla í þær. Eins og má sjá á stefnuskránni eru skuldamál, Evrópa eða gjaldmiðilsmál ekki efst á baugi hjá Pírötununum, heldur frelsi á internetinu.

En eins og má sjá hér vef Pírata, undir liðnum Stefnan í stuttu máli, taka þeir fyrst og fremst afstöðu gegn ritskoðun á netinu, meðal annars tilraunum til að sía út klám, gegn hefðbundnum hugmyndum um höfundarrétt, með auknu gegnsæi, beinu lýðræði og „mannúðlegri“ stefnu í fíkniefnamálum.

Í sumum af þessum málum mætti jafnvel segja að Píratar eigi samleið með frjálshyggjumönnum, þótt flokkurinn höfði líklega meira til þeirra sem eru vinstra megin á hinu pólitíska litrófi – eða hvað?

Píratar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?