fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Jóhanna framfylgir utanríkisstefnu Ólafs Ragnars í Kínaferð

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. apríl 2013 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lítur út fyrir að síðasta stóra verk Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti forsætisráðherra verði að fara til Kína að undirrita fríverslunarsamning.

Kínverjar taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum með pompi og prakt svo þessi heimsókn verður ábyggilega ævintýraleg.

En hún er líka táknræn.

Þarna er Jóhanna nefnilega að framfylgja utanríkisstefnu Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann er mestur kínavinur meðal íslenskra áhrifamanna og hefur löngum lagt áherslu á samskipti við ríki í Asíu. Hann er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu – og í raun virðist hann hafa lítinn áhuga á Evrópu.

Ólafur Ragnar hefur farið í margar heimsóknir til Kína.

Það er kaldhæðnislegt að það komi í hlut Jóhönnu að gera þennan fríverslunarsamning. Þetta er ekki beinlínis það sem var lagt upp með í upphafi stjórnartíðar hennar – þá var hugmyndin að enda kjörtímabilið með samningi við Evrópusambandið.

En fríverslunarsamningur smáþjóðar við fjölmennasta ríki heims – ríki sem hvorki er lýðræðis- né réttarríki – er ekkert smámál.

Megum við kannski bráðum fá að vita hvað er í þessum samningi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?