fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn og kosningaloforðin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. apríl 2013 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls ekki víst að fólk trúi kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Ekki einu sinni þeir sem segjast ætla að kjósa hann.

Andrúmsloftið í kosningunum er frekar eitthvað á þessa leið:

Framsóknarflokkurinn er þó að lofa einhverju, við trúum ekki endilega að hann standi við loforðin, en það sakar ekki að tékka á því. Þetta er svolítið eins og að spila í happdrætti þar sem sigurlíkurnar eru þó alveg sæmilegar.

Framsóknarmenn hafa þó nokkurn sannfæringarkraft og virka bjartir, það stafar talsverðri orku frá þeim – á móti virðist Sjálfstæðisflokkurinn hálfvolgur og dapur.

Og svo eru það stjórnarflokkarnir.

Það eina sem þeir hafa upp á að bjóða er að hamra á því að hér hafi orðið efnahagsbati. En það er boðskapur sem er erfitt að koma til kjósenda, þeir virðast ekki móttækilegir fyrir honum.

Og því er varla von á að fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna fari upp að ráði.

Árni Páll Árnason setti sig strax í það hlutverk að hann væri maðurinn sem segði þjóðinni satt um stöðuna – maðurinn sem fegraði ekki neitt. Í raun gerði Árni þetta ágætlega – og kannski hefði honum getað orðið eitthvað ágengt á öðrum tíma.

En kjósendur vilja frekar heyra fyrirheit um lausn úr skuldafjötrum en sannleikann sem Árni Páll býður upp á – þótt þeir trúi þeim ekki endilega.

´

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“

„Sérhagsmunavarsla sem þessi getur framkallað hamfarir af mannavöldum og valdið skaða sem seint eða aldrei fæst bættur“
Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías

Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademías
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út

Ný spá um hvernig næsta ríkisstjórn mun líta út
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?

Orðið á götunni: Ræður risastóri hópurinn – LAUSAFYLGIÐ – úrslitum?