fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Að loka ekki dyrum – íslenska hefðin

Egill Helgason
Mánudaginn 1. apríl 2013 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur oft verið haldið fram á yfirstandandi kjörtímabili að það hafi verið svik hjá Vinstri grænum að samþykkja að fara í aðildarviðræður við ESB.

En í raun er ekki hægt að kalla þetta svik, þetta er íslenska hefðin.

Flokkar semja sig inn í ríkisstjórnir. Þess vegna gerist tal forystumanna oft óljóst og loðið er nær dregur kosningum.

Tilgangurinn er ekki bara sá að stuða ekki hálfvolga kjósendur – heldur líka að hafa samningsgrundvöll eftir kjördag.

Þetta heitir að „loka ekki dyrum“ eða ganga „opinn til kosninga“. Í raun gera þetta allir flokkar.

Þess vegna er ályktunin um ESB sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins óþægileg – hún var of afdáttarlaus. Veikti semsagt samningsstöðuna.

Þegar kemur að því að mynda kosningar gefa flokkarnir afslátt á málefnum sínum eða nota jafnvel málefnin sem skiptimynt.

Það var talað um það í vetur að hægt yrði að kjósa milli fylkinga, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar annars vegar og Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar hins vegar.

En vegna þess hve Framsókn hefur bætt sig miklu fylgi er þetta ekki raunin. Það er allt opið og ómögulegt að segja hvað flokkarnir semja um eftir kosningar.

Þar ráðast hin raunverulegu úrslit – það er íslenska hefðin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla