fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Berlín og frjálsræðið eftir að Múrinn féll

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. mars 2013 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Der Spiegel má lesa frétt um að verið sé að taka niður stærsta hluta Berlínarmúrsins sem enn er eftir. Þetta er svonefnt East Side Gallery, vinsæll ferðamannastaður, þarna var ennþá hægt að sjá meira en kílómeter af gamla Múrnum.

Þetta er tímanna tákn.

Berlín var í raun einstakur staður eftir að Múrinn féll – og er það að sumu leyti enn.

Allt í einu opnaðist meira en helmingurinn af borginni, gamli miðbærinn og mest sem eftir var af gömlum hverfum, og var í algjörri niðurníðslu.

Þetta dró að sér ungt fólk víða að, listamenn, hönnuði – það var nóg pláss, allt var ódýrt, það var hægt að gera hluti á allt öðrum forsendum en fjármagnsins.

Gallerí, búðir, veitingahús, margt af þessu hafði varla annað markmið en að vera staður þar sem eigendurnir, vinir þeirra og fólk sama sinnis gæti látið fara vel um sig.

Það var nóg pláss – maður þurfti ekki að óttast að rekast utan í neinn, ólíkt því sem er til dæmis í London eða París þar sem rýmið er svo verðmætt að varla má færa til stól.

Miðað við þetta virkaði Vestur-Berlín með sínar verslanakeðjur alveg hundleiðinleg og steríl. Ég fer oft til Berlínar, en á næstum aldrei erindi þangað, nema kannski í dýragarðinn.

En hlutirnir hafa verið að breytast.. Austur-Berlín hefur verið endurbyggð. Gömul hús hafa verið endurnýjuð – þau hafa dregið til sín millistéttarfólk sem á peninga. Fjárfestear hafa komið til skjalanna. Og um leið fer að verða arðbært fyrir hefðbundnar verslanir og veitingastaði að taka sér ból í þessum götum.

En sérstæðan, frjálsræðisandinn sem var svo sjarmerandi hann hverfur smátt og smátt. Það var kannski ekki von að hann entist lengi.

Það er eftirsjá að honum.

East-Side-Gallery-Berlin

Hluti af East Side Gallery, lengsta bút sem eftir var af Berlínarmúrnum. Nú á að fjarlægja þetta til að rýma fyrir íbúðum fyrir vel stætt fólk. Íbúar hafa mótmælt en allt kemur fyrir ekki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla