fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Ráðherraefni Sjálfstæðisflokks og Framsóknar – Brynjar er ekki þar meðal, en hugsanlega Vigdís

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. mars 2013 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú les maður víða á Facebook að Brynjar Níelsson sé dómsmálaráðherraefni Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í framhaldi af því að grein sem hann skrifaði um Geirfinns- og Guðmundarmál fer í taugarnar á mörgum.

Brynjar hefur reyndar varið margar sakborninginn, og varla hefði hann sætt sig við að þeir væru geymdir í einangrun í mörg ár, látnir sæta harðræði – eða því eins og beinlínis var í Geirfinnsmálinu að lögfræðingur sakborninga var sjálfur tekinn höndum.

En látum það liggja milli hluta.

Brynjar er tæplega meðal ráðherraefna Sjálfstæðisflokksins. Hann er í öðru sæti í Reykjavík norður.

Nú er svo háttað eftir breytingar á Stjórnarráðinu að ráðherraembættin eru einungis átta. Ráðherrum hefur semsagt fækkað, þeir voru tólf þegar mest var.

Það er ekki loku fyrir það skotið að þeim verði fjölgað aftur, en það útheimtir að breytingarnar á Stjórnarráðinu verði látnar ganga til baka. Það gæti tekið nokkurn tima.

Svo líklegast er að ráðherrarnir verði einungis átta, að minnsta kosti fyrst um sinn.

Ef við gefum okkur á Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fari í stjórn saman, þá er sennilegast að þessir verði ráðherrar Sjálfstæðisflokks:

Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir – þarna er jafnræði milli kynja, en Bjarni flokkformaður hefur sagt að hann vilji að jafnt sé milli kynja í ríkisstjórn.

Næstir til að banka á dyrnar væru væntanlega Kristján Þór Júlíusson og Einar Kr. Guðfinnsson.

Í eina tíð þótti Sjálfstæðismönnum reyndar óhugsandi að dómsmálaráðuneytið væri skipað öðrum en lögfræðingum. Nú eru samgöngumálin líka komin þangað inn og ólíklegt að þeir hengi sig lengur á þessa venju.

Líklegustu ráðherraefni Framsóknarflokksins eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, varaformaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, þingflokksformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson og svo þurfa þeir líka að hafa konu eða konur innanborðs – þar koma tvær til greina, Eygló Harðardóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Næstur til að banka á dyr væri líklega Frosti Sigurjónsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla