Því miður eru framboð ýmissa nýrra flokka orðin dálítið spaugstofuleg.
Pétur Gunnlaugsson, sem lengi hefur talað á Útvarpi Sögu, segist ekki vilja vera lengur með í Lýðræðisvaktinni enda sé hún „femínískur evrópuflokkur“.
Lilja Mósesdóttir ætlar ekki að bjóða fram, en bregst illa við því ef einhver vill taka upp stefnu hennar og lausnir.
Þorvaldur Þorvaldsson í Alþýðufylkingunni segist hafa hringt í Bjarna Harðarson og „framsóknarkommana“ en þeir hafi ekki svarað honum.
Meðlimur í uppstillingarnefnd Dögunar er snögglega komin í fyrsta sæti hjá Pírötum.
Þannig er þetta allt í flútti – en ef eitthvað er að marka skoðanakannanir kemst engin af þessum stjórnmálahreyfingum inn á Alþingi.
Sundurlyndið hjálpar varla.