fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Hitinn í kringum flugvöllinn

Egill Helgason
Föstudaginn 22. mars 2013 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er flugvallarmálið.

Það er eiginlega ekki hægt að nefna það án þess að allir fari á háa c-ið.

Kergju landsbyggðar í garð borga er að finna í mörgum löndum og hefur verið svo að minnsta kosti frá tíma Rómverja.

Hér brýst hún aðallega fram hvenær sem flugvöllurinn er nefndur á nafn – þá er eins og sé komið leyfi til að kalla borgarbúa öllum illum nöfnum.

Bak við þetta liggur einhver óljós hugmynd um að Reykvíkingar hafi gert eitthvað af sér gagnvart landsbyggðinni, skuldi henni mikið eða séu jafnvel afætur.

Þetta gerist líka þegar reynt er að impra á einhvers konar málamiðlun. Strax byrja stóryrðin að fjúka – og guð hjálpi mönnum ef þeir hafa sést á reiðhjóli eða liggja undir grun um að hafa drukkið latte.

Kannski er þetta vegna þess að málið er frekar einfalt í sniðum, og máski ekki svo yfirmáta mikilvægt þegar öllu er á botninn hvolft? Það er auðveldara að missa sig yfir slíku en stærri og flóknari málum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla