fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Eyjan

Forsendubrestur þess tíma

Egill Helgason
Föstudaginn 22. mars 2013 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa mynd fann ég á Facebook. Hún er af sparimerkjunum sem börn á Íslandi á eftirstríðsárunum fengu – þetta var ennþá í gangi þegar ég var að alast upp. Þau áttu að efla sparnað og hyggindi.

En sparimerkin brunnu upp í verðbólgunni. Þau urðu lítils virði. Þetta var semsagt lexía í hagfræði – maður lærði að verðgildi peninga væri ekki treystandi. Má jafnvel segja að það hafi verið forsendubrestur þess tíma.

Á verðbólguárunum var eiginlega best að hlaupa beint út í búð og kaupa frystikistu eða þvottavél áður en peningarnir næðu að étast upp.

Nú erum við aftur á tíma þegar er varla mikið vit í að spara – eða hvað? Peningarnir missa verðgildi sitt í verðbólgunni og ávöxtunin sem bankar bjóða upp á er fremur neikvæð en hitt.

536520_10151488337644869_812496749_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla