fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Carl Bildt í Silfrinu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. mars 2013 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, verður í viðtali í Silfri Egils næsta sunnudag.

Bildt er líklega þekktasti stjórnmálamaður Norðurlandanna á alþjóðavettvangi. Hann var forsætisráðherra Svíþjóðar 1991 til 1994, á árunum þegar Svíar sömdu um aðild að Evrópusambandinu. Hann var mikið í heimsfréttunum þegar hann var sáttasemjari í Balkanstríðunum á tíunda áratugnum.

Bildt hefur verið utanríkisráðherra síðan 2006, í þeirri hægri stjórn sem hefur setið lengst í Svíþjóð í seinni tíð. Stjórnin hefur gert ýmsar breytingar, til dæmis í heilbrigðis- og skólamálum, frá því sem var á tíma Sósíaldemókrata. Svíþjóð hefur komið ríkja best út úr efnahagskreppunni.

Í viðtalinu ræðir Bildt um Evrópumál, málefni Norðurslóða og pólitíkina í Svíþjóð. Við nefnum einnig þá staðreynd að Bildt er ötull bloggari. Í bloggi frá því í gær fjallar hann einmitt um heimsókn sína til Íslands.

carl_biltd

Carl Bildt klæðist íslenskri lopapeysu í viðtalinu í Silfrinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla