fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hvort á að leggja byrðar á þá sem eiga eitthvað eða þá sem eiga ekki neitt?

Egill Helgason
Mánudaginn 18. mars 2013 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philip Inman skrifar á vef Guardian og segir að aðferðin sem nota eigi á Kýpur, að leggja skatt á innistæður í bönkum, sé fullkomlega eðlileg við þau skilyrði sem þar ríkja.

Kýpur sé algjörlega gjaldþrota, þó séu þar margvíslegir atvinnuvegir og há þjóðarframleiðsla. En fjármálageirinn á eyjunni er risastór, aðallega vegna þess að landið er fjármagnsparadís.

Rússar sem eiga mikla peninga í kýpverskum bönkum eru reiðir – sem og bankastofnanir í Evrópu. Þarna er mikið af fé í bönkum sem hefur leitað þangað einmitt vegna þess að Kýpur er skattaskjól.

Þegar allt hrynur er víst að þetta fjármagn reynir að komast úr landi – meðan þeir sem eiga lítið sitja uppi með reikninginn.

En er ekki eðlilegra að þeir borgi sem eiga pening, en þeir sem eiga ekki neitt? Á að leggja þetta á launafólk, sem þénar kannski bara nóg til að lifa af hvern mánuð, í gegnum lakari kjör og versnandi velferðarkerfi.

Inman tekur þó fram að rétt sé að litlar innistæður á bankareikningum séu undanþegnar þessum skatti.

Hér á Íslandi voru bankainnistæður verndaðar upp í topp og eru það enn. En var það endilega rétt ákvörðun? Það er allavega umhugsunarvert – rétt eins og aðgerðirnar á Kýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla