fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hin sífellda upplausn á Alþingi – en hvað liggur á að klára?

Egill Helgason
Föstudaginn 15. mars 2013 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sami vandræðagangurinn á Alþingi og hefur löngum verið  þetta kjörtímabil.

Stjórnarandstaðan heldur uppi málþófi og reynir að tefja framgang mála. Það virðist þykja orðið sjálfsagt vinnulag, og er áhyggjuefni í sjálfu sér.

Þingforsetinn ræður ekki við neitt – hennar verður varla minnst fyrir röggsemi í embætti.

Það kann að hljóma eins og sniðug brella, krókur á móti bragði, að greiða atkvæði um stjórnarskrá sem breytingartillögu. En sá framgangsmáti er afar snautlegur og leiðir líklega seint til þess að ný stjórnarskrá taki gildi.

En fæstir skilja hvað liggur á að klára þingið þegar enn eru 43 dagar til kosninga. Liggur svona á að komast í páskafrí?

Það getur varla verið svo áríðandi að byrja kosningabaráttuna, hún fer fram hvort sem þing situr eða ekki, og í raun þarf hún ekki að vera nema þennan tæpa mánuð sem lifir til kosninga þegar páskáhátíðinni lýkur. Þriggja vikna kosningabarátta þykir hæfileg í mörgum nágrannalöndum okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla