fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Kína, Indland og atvinnufrelsið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. mars 2013 21:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þór Runólfsson hagfræðingur skrifar athyglisverðar greinar um efnahagsmál hér á Eyjuna.

Honum verður tíðrætt um atvinnufrelsi.

Í dag skrifar hann grein þar sem hann segir að Vesturlandabúar og þar á meðal Íslendingar verði að bregðast við og keppa við risana tvo – Indland og Kína – sem hafa aukið hjá sér atvinnufrelsi.

Það þýði ekki að hnipra sig inni í bóta- og styrkjakerfi.

Nú er það svo að Kína og Indland hafa meðal annars þrifist vegna þess að þessi lönd eru að framleiða varning í stórum stíl sem er seldur á Vesturlöndum. Mikið af störfum sem áður voru unnin í vestrinu hefur verið útvistað til þessara landa. Þetta stig hnattvæðingarinnar hefur haft áhrif á vinnumarkað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hann er ekki samkeppnisfær.

Er ráðið kannski að lækka laun á Vesturlöndum og minnka réttindi verkafólks – að nokkru leyti hefur það einmitt verið þróunin?

Samhliða breyttist eðli kapítalismans í vestrinu, hann fór meira að snúast um þjónustu, ekki síst fjármálaþjónustu. Það urðu ákveðin skil milli þess sem hefur verið kallað raunhagkerfi og peningahagkerfisins. Þetta hefur leitt til geigvænlegrar skuldasöfnunar.

Þetta kallar auðvitað á endurskoðun, við sjáum hversu mikið atvinnuleysi er bæði vestan hafs og austan. Ójöfnuður hefur farið mjög vaxandi, ekki síst í Bandaríkjunum.

En um leið eru ýmsar efasemdir um nýja kapítalismann, sem Birgir kallar svo, á Indlandi og í Kína. „Atvinnufrelsið“ þar þýðir ekki endilega frelsi á öðrum sviðum. Indland hefur verið að hægja mikið á sér, einn vandinn þar er landlæg spilling.

Kína nútímans er sérstætt fyrirbæri, það hefur afsannað þá gömlu hugmynd að markaðshagkerfi fylgdi alltaf lýðræði og lýðfrelsi. Útgáfu Kínverja má nefna herskálakapítalisma, en hún er líka að sumu leyti í ætt við fasisma.

Hvað Kína varðar bíða menn svo með öndina í hálsinum eftir að stærsta fasteignabóla allra tíma springi. Auðlöngunin er mikil, en frelsið í raun afar takmarkað. Ef húsnæðismarkaðurinn hrynur tapa mörg hundruð milljón manns sparifé sínu.

china3

Ein af mörgum draugaborgum sem hafa risið í Kína. Þær eru fjármagnaðar með sparifé almennings, sem hefur ekki aðra möguleika til að festa fé sitt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug

Inga vísar hugmyndum um stjórnarsamstarf við Bjarna og Sigmund Davíð á bug
Eyjan
Í gær

Björn Leví skrifar: Vókið mikla

Björn Leví skrifar: Vókið mikla