Kaþólska kirkjan er elsti klúbbur í heimi og kannski byggir velgengni hennar á því að hún reynir ekki að fylgja tíðarandanum.
Gamall karl tekur við af gömlum karli, þeir eru allir klæddir í pell og purpura, og allt í kringum þá eru gersemar, fágæt listaverk, gull og eðalsteinar.
Nýi páfinn, sem tekur sér nafnið Frans, var reyndar þekktur fyrir að hafa tekið strætó í Buenos Aires.
Að öðru leyti má segja eins og í laginu með Who:
„Meet the new boss, same as the old boss.“
Snillingurinn Fellini var annar tveggja kvikmyndagerðarmanna á síðustu öld sem hafði dýpstan skilning á kirkjunni (hinn var Bunuel).
Hér er frægt atriði úr kvikmynd hans Roma, kirkjutískusýningin:
https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=CYzRL9YIswQ#!