Þessi skýringamynd sem kemur frá NASA sýnir hvernig norðrið er að færast sunnar – ef svo má að orði komast.
Gróðurbeltin eru að færast til, það hefur hlýnað mikið á norðlægum breiddargráðum og samhliða vex meiri gróður og nýjar tegundir eiga auðveldara með að nema land.
Þótt tilhneigingin sé þessi, getur auðvitað sitthvað annað spilað inn í, eins og sólarljós og úrkoma.
En maður sér ekki betur en að á myndinni sé Ísland á svæði þar sem skilyrði gróðurs hafa stórbatnað – og maður þarf svosem ekki kort til, maður sér það allt í kring í náttúrunni.
Kannski heyra svartir sandar og öræfi sem við státum okkur af brátt sögunni til – maður sér það reyndar á stóru söndunum sunnanlands, þeir eru sumir komnir á kaf í gróður.
En hér er best að vara sig – hætta sér ekki út í hina heitu umræðu um lúpínuna!