fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Trjágróðurinn í Reykjavík – og amma mín

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. mars 2013 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi frábæra ljósmynd er tekin í árdaga Hljómskálagarðsins. Við sjáum að trjágróðurinn er býsna fátæklegur.

Þegar amma mín Herborg, sem var norsk, kom fyrst til Íslands 1927 sló það hana fyrst að hér voru hérumbil engin tré. Mamma segir að hún hafi stundum labbað upp á Grettisgötu til að skoða myndarlegt tré sem þar var, hún hefur kannski ekki faðmað tréð, en ég sé fyrir mér að hún hafi lagt höndina á stofn þess. Amma var mikil ræktunarkona.

Gróðurbyltingin í Reykjavík er afar merkileg. Menn trúðu því að hér væri ekki hægt að rækta tré, en það reyndist vera meinloka – eins og margt annað í hugarfari Íslendinga.

Trén hafa bætt veðrið í Reykjavík, loftið sem við öndum að okkur, lífsgæðin.

Við sjáum á myndinni að styttan af Thorvaldsen er komin í Hljómskálagarðinn, hún var flutt þangað af Austurvelli. Hljómskálinn hefur verið reistur, hann var byggður 1923.

Myndin er af vefnum 101Reykjavik.

531005_504636602887696_471203301_n

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum