fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Er hægt að afgreiða stjórnarskrá með naumum þingmeirihluta?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. mars 2013 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sem nefnir sig 20. október hefur verið að safna svörum frá þingmönnum um hvort þeir styðji nýja stjórnarskrá. 20. október er dagurinn þegar þjóðaraatkvæðagreiðsla fór fram um tillögur stjórnlagaráðs.

Nú kemur fram á vefsíðu hópsins að meirihluti sé fyrir stjórnarskránni, 32 þingmenn af 63.

Jóhanna Sigurðardóttir er þarna á lista yfir þá sem styðja stjórnarskrána, en Árni Páll Árnason og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafa ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt vefsíðunni, ein stjórnarþingmanna, fyrir utan Ögmund Jónasson.

En er þá eitthvað því til fyrirstöðu að afgreiða nýja stjórnarskrá úr þinginu? Láta bara sverfa til stáls.

Ja, nema mönnum þyki óþægilegt að samþykkja stjórnarskrá með minnsta mögulega meirihluta, í logandi illdeilum, og eiga svo á hættu að næsta þing hafi þar með fengið góða átyllu til að svæfa stjórnarskrána eða beinlínis deyða hana?

Á móti myndi kannski einhver segja að það verði þá skömm næstu ríkisstjórnar ef hún eyðileggur málið? En við það færumst við tæplega nær nýrri stjórnarskrá – eða hvað?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks

Orðið á götunni: Miðjustjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Framsóknarflokks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum