Morgunblaðið segir frá því að Timo Summa, hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, sé hættur störfum.
Í fréttinni er þetta tengt við landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um að loka beri Evrópustofu – þar var líka mótmælt „íhlutun sendiherra Evrópusambandsins í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar“.
En skyldu vera einhver tengsl þarna á milli, landsfundarályktun og sendiherra sem hverfur burt rúmri viku síðar?
Eða eru kannski einhverjar allt aðrar skýringar á þessu?