fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Hvar er Jóhanna?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. mars 2013 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega hefur legið fyrir lengi að ekki væri hægt að klára stjórnarskrármálið fyrir kosningar – þ.e. fyrri hluta þess, því nýtt þing þarf líka að samþykkja stjórnarskrá.

Það hefur bara ekki mátt segja það upphátt í röðum stjórnarliða. Eða, réttara sagt, enginn hefur viljað segja það.

Nú dynja skammir á Árna Páli Árnasyni, hann er kallaður svikari og þaðan af verra.

En þá hjóta menn að spyrja – hvar er Jóhanna?

Forsætisráðherrann hefur verið guðmóðir stjórnarskrárferlisins, það er hún sem hefur lengi haft mikinn áhuga á stjórnarskrármálum – og ný stjórnarskrá átti að vera toppurinn á valdaferli hennar.

En nú er eins og hún sé horfin? Hún tekur enga forystu í málinu né kemur hún fram til að sýna nýjum formanni flokksins stuðning.

Allt þetta ber tæplega vott um mikla stjórnvisku. Nú situr Samfylkingin uppi með skömmina af því að stjórnarskrármálið næst ekki í gegn, þegar einungis fimmtíu dagar eru til kosninga. Það er erfið staða fyrir flokkinn.

Hefði kannski verið betra ef Jóhanna hefði tilkynnt á einhverjum tímapunkti að stjórnarskráin nýja yrði ekki samþykkt – hún hefði til dæmis getað gert það í áramótaávarpi sínu?

Það hefði sjálfsagt vakið mikla reiði ákafra stjórnarskrársinna, en það hefði máski gert líf Samfylkingarinnar aðeins bærilegra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?