fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Stjórnarskráin fyrir bí?

Egill Helgason
Laugardaginn 2. mars 2013 17:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held það hafi lengi legið ljóst fyrir að ekki myndi takast að klára stjórnarskrármálið. Stjórnarflokkarnir hafa bara ekki viðurkennt það, en nú stígur Árni Páll Árnason skrefið.

Stærstu tímamótin í málinu voru í raun dómur Hæstaréttar sem ógilti kosninguna til stjórnlagaþings. Eftir það varð málið allt miklu erfiðara – og mótstaðan efldist til muna. Ríkisstjórnin var of sein að koma málinu á dagskrá og stjórnarandstaðan fór að nota það í pólitískum hráskinnaleik.

Áhuginn á því að breyta stjórnarskránni minnkaði verulega – Framsókn gekk alveg úr skaftinu. Margir sem hafa talað fyrir beinu lýðræði snerust gegn ferlinu – eins skrítið og það kann að virðast, því beint lýðræði er eins og rauður þráður í tillögum stjórnlagaráðs.

Og því fór sem fór.

Það getur liðið langur tími þangað til að verður samin ný stjórnarskrá – frekar virðist ólíklegt að næsta ríkisstjórn setji málið á oddinn.

Því miður hefur umræðan um stjórnarskrána verið frekar léleg– menn hafa látið eins og það sé ógurleg goðgá að breyta stjórnarskrám, líkt og þær séu nánast klappaðar í stein af guðlegu afli.

En því fer fjarri, eins og heyra má í viðtali við bandaríska stjórnarskrársérfræðinginn Tom Ginsburg sem sýnt var í síðasta Silfri. Ginsburg segir að líftími stjórnarskráa sé ekkert sérlega langur og þær þurfi oft að færa til nútímahorfs. Ginsburg segir líka að þær sé oft samdar á tiltölulega skömmum tíma – í umræðunni hér er stundum látið eins og ferlið þufi að taka marga áratugi. Hann ræðir ennfremur um athugsemdir Feneyjanefndarinnar sem mikið hefur verið gert með og segir að þær taki mið af evrópskri þingræðishefð þar sem forseti er valdalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!