fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Varla neitt klámfrumvarp

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. febrúar 2013 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson furðar sig á viðbrögðum píratanna Birgittu Jónsdóttur og Smára McCarthy við áformum um að takmarka aðgang að klámi á internetinu.

Hann segir að Brigitta hafi lýst því yfir að hún myndi sjá til þess að slíkt frumvarp nái ekki fram að ganga – og Smári hafi talað um fasisma og geðveiki í þessu sambandi.

Þessar hugmyndir hafa verið reifaðar í erlendum fjölmiðlum – þær hafa vakið athygli á alþjóðavettvangi.

En í raun geta allir verið rólegir, jafnt Ögmundur, Birgitta og Smári, þótt þeim kunni að þykja gaman að ræða þessi mál.

Það eru innan við tveir mánuðir til kosninga, ráðherrann er augljóslega á útleið, og þótt frumvarp yrði lagt fyrir þingið er fjarska ólíklegt að tími ynnist til að ræða það, hvað þá samþykkja eða skilgreina hvaða klám telst nógu svæsið til að loka á það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Eyjan
Í gær

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“

Sakar Sigmund Davíð um lygar – „Já, þetta er hörð ásökun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!