Hin miklu hlýindi undanfarið valda því að gróður sprettur, þótt enn sé febrúar og mánuður til páska – sem eru snemma þetta árið. Þetta eru runnar utan við húsið hjá mér.
Og páskaliljurnar eru komnar meira en tíu sentímetra upp úr jörðinni.
Og hér er krókus sem er farinn að blómstra.
En það er ekki allt jafn fallegt. Sóðaskapurinn í borginni er sums staðar yfirgengilegur.
Og þetta – æ. Það er ekki borgarstjórninni einni um að kenna, umgengnin er léleg – en þetta er á almenningssvæði sem þarf að hirða betur.
Svo bíður maður eftir kulda. Það þarf enginn að segja Íslendingi að vorið sé komið í febrúar. Þetta endist varla og þá er hætt við að einhver grös falli.