fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Fylgið sem sveiflast milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. febrúar 2013 19:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, ber að skoða í ljósi þess að kosningar eru í nánd.

Fylgi hefur að undanförnu verið að leita frá Sjálfstæðisflokknum til Framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í skoðanakönnunum en Framsókn hækkar.

Einn sjálfstæðismaður orðaði það svo við mig að fylgið frá Sjálfstæðisflokknum færi ekki út á vinstri vænginn; þar væri eldveggur á milli.

Framsókn hefur sveiflað sér upp á Icesave og loforðum um að leysa skuldavanda heimilanna. Þetta hefur höfðað til margra kjósenda; Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höggva í Framsókn á móti.

Bjarni talar um skuldalækkanir – og um kerfi þar sem vextir verði eins og í nágrannalöndunum. Það er frekar óljóst hjá honum og sjálfsagt langt í það verði – Bjarni varar líka við afnámi verðtryggingarinnar.

En hann segist vilja gera hlutina í gegnum skattkerfið, með því að veita skattaafslátt vegna íbúðarkaupa, í anda skattaafsláttar sem hefur verið veittur vegna séreignarsparnaðar, jú, og svo boðar hann lækkun tekjuskatts.

Það er svo spurning hvort þetta nær að stöðva kjósendurna sem hafa verið að leita yfir til Framsóknar? Einhvern veginn gæti þetta litið svona út, alveg án ábyrgðar:

Sjálfstæðisflokkur 36 prósent – Framsókn 13 prósent.

Sjálfstæðisflokkur 30 prósent – Framsókn 19 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru náttúrlega langeðlilegustu samstarfsflokkarnir í nýrri hægri stjórn. Hvort slík stjórn fengi nægilegt fylgi gæti sjálfsagt ráðist af því hversu mikið fylgið tvístrast á vinstri vængnum. Eins og staðan er virðist það ætla að dreifast á býsna marga flokka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur