Ég er gamall aðdáandi Kristínar Jóhannesdóttur, dáðist á sínum tíma að kvikmyndum hennar Á hjara veraldar og Svo á jörðu sem á himni.
Í myndunum birtist einstök sýn á veröldina – við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í íslenskum bíómyndum. Sumar senurnar úr þeim eru eins og greiptar í minni manns.
Ég er ekki viss um að þessar myndir séu fáanlegar lengur.
Í gær fékk Kristín heiðursverðlaun á Edduhátíðinni. Hún er ágætlega vel að þeim komin.
En fyrst og fremst finnst mér þetta vera ákall um að Kristín eigi að gera fleiri kvikmyndir – leikhúsið hefur að miklu leyti verið starfsvettvangur hennar um langt skeið.
Jú, það er eiginlega nauðsyn að hún geri mynd.
Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur Svo á jörðu sem á himni fjallar um strand franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas á Mýrum.