Eitt af því sem er ánægjulegt þegar maður talar við útlendinga um íslensk stjórnmál – og það er ekki alltaf gaman – er að skýra út að hér hafi stjórnmálahreyfingar sem gera út á andúð á útlendingum, innflytjendum og hælisleitendum ekki átt upp á pallborðið.
Maður hefur svosem ekki einfaldar skýringar á þessu, en ein er sú að stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafa verið nokkuð duglegir við að kveða niður slíkar raddir innan sinna raða. Og utan þeirra hafa þær ekki náð að þrífast.
Maður hlýtur því að velta fyrir sér hvort forystumenn í Framsóknarflokknum séu sammála Vigdísi Hauksdóttur sem leggur til í fyrirspurn á Alþingi að flóttamenn sem koma til Íslands beri ökklabönd – væntanlega með sérstökum sendibúnaði?