fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Eyjan

Aflögufær með presta

Egill Helgason
Föstudaginn 15. febrúar 2013 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaði Grafarvogsblaðsins mun vera lagt til að Grafarvogsbúar kljúfi sig frá Reykjavík og stofni sérstakt sveitarfélag.

Meðal annars er kvartað yfir því að ekkert pósthús sé í Grafarvogi, engin áfengisverslun – og of fáir prestar.

Nú bý ég í miðbænum og þarf ekki að kvarta, það er pósthús hérna nálægt og áfengisverslun, sem ég á reyndar afar sjaldan erindi í. Það er líka fullt af börum og veitingahúsum sem ég geri ráð fyrir að margir Grafarvogsbúar myndu halda áfram að stunda þótt þeir tilheyrðu sjálfstæðu bæjarfélagi, mér hefur sýnst að slík starfsemi þrífist ekki vel í hverfinu hjá þeim.

Og það er nóg af prestum. Í hverfinu eru tvær lúterskar kirkjur, ein fríkirkja sem er líka lútersk, ein rómversk-kaþólsk kirkja og svo hefur rússneska rétttrúnaðarkirkjan líka starfsemi hér ekki langt frá.

Þetta er í raun svo mikið að við í 101 hjótum að teljast vel aflögufær með presta. Þeim í Grafarvogi er velkomið að fá nokkra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins

Húsnæðisvandinn er óleysanlegur – ef við lærum ekki lexíu Hrunsins
Eyjan
Í gær

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina

Sigmundur vill íslenskan Elon Musk til að hagræða í ríkisrekstri – Nefnir tvo athafnamenn sem kæmu til greina
Eyjan
Í gær

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum

Kosningaspá DV þremur dögum fyrir kjördag – miðjustjórn í kortunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin

Orðið á götunni: Konurnar taka völdin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur